Fara í efni
26. feb 2025

Leitin að peningnunum - Leiðarvísir að fjárhagslegu sjálfstæði

Umboðsmaður skuldara hefur frá árinu 2020 staðið fyrir fræðsluverkefninu Leitin að peningunum og er bókin skrifuð í framhaldi af því. Hún er hugsuð fyrir allt fólk sem vill tileinka sér betri hegðun þegar kemur að peningum og um leið taka fyrsta skrefið í átt að fjárhagslegu sjálfstæði. Bókinni er í senn ætlað að vera hagnýt og hvetjandi fyrir lesendur og er skrifuð jafnt fyrir fermingarbörn sem forstjóra.

Í bókinni eru 23 stuttir kaflar þar sem teknir eru fyrir ýmsir þættir fjármála og sjónum beint að hlutum sem fólk veltir ekki endilega fyrir sér þegar það hugsar um fjármál. Má þar nefna viðhorf fólks til peninga, hvaða venjur það hefur tamið sér og hvernig allt þetta hefur áhrif á það hvernig einstaklingar takast á við áskoranir í sínum persónulegu fjármálum.

Dæmi um efnistök bókarinnar:

  • Tilfinningar og peningar, fjárhagslegir ósiðir
  • Neyslulán og góð ráð við uppgreiðslu skulda
  • Mikilvægi sparnaðar og fjárfestinga
  • Innkaup til heimilisins og neyslusálfræði
  • Lífeyrismál og sparnaður til framtíðar

Bókin er fyrir öll þau sem vilja tileinka sér betri hegðun þegar kemur að peningum og um leið taka fyrsta skrefið í átt að fjárhagslegu sjáflstæði. 

Hún er skrifuð fyrir fermingarbörn og forstjóra. 

Hér er hægt að hlaða niður bókinni á rafrænu formi án endurgjalds.

Notast má við forrit eins og Kindle eða önnur e-bókar forrit til að lesa bókina.