Fara í efni

Hlaðvörp

16. jan 2024

S02E14 - Að lenda í kulnun - Íris Dögg Kristmundsdóttir

Íris Dögg vann mikið og var með mörg járn í eldinum. Þangað til allt í einu hún fór að finna til heilsubrests sökum álags. Við ræðum í þessum þætti um kulnun og hvernig allir geta lent í því ástandi og hvað það þýðir fyrir starfsframa og lífið yfir höfuð.  

Hlusta
20. okt 2023

S02E13 - Að landa réttu starfi - Geirlaug Jóhannsdóttir

Geirlaug Jóhannsdóttir starfar sem framkvæmdastjóri Hagvangs og býr að langri reynslu mannauðs- og ráðningum.

Hún ræðir hér um hversu miklu máli góður undirbúningur skipti máli atvinnuviðtali og gefur góð ráð fyrir undirbúning slíkra viðtala.
Hvernig við semjum um laun og margt fleira.  

Hlusta
20. okt 2023

S02E12 - Fjármálaáföllin í kjölfar áfallsins að missa maka - Karólína Helga Símonardóttir

Karólína Helga Símonardóttir ræðir í þessum þætti um áfallið sem fylgir því að missa maka.
Hún fer yfir það áfall og áhrif þess á fjárhag heimilins. Hvernig viðhorfin breytast og hvað hún hefði viljað gera öðruvísi. 

Hlusta

Myndbönd

Grundvallaratriði í fjármálum
Nokkur góð ráð við íbúðakaup
Skyndilán og smálán

Fræðsla & greinar

23. sep 2021

Ársreikningar

Hérna má nálgast ársreikninga sem rætt var um í þættinum Að lesa ársreikninga.  

Ársreikningur KFC
Ársreikningur Kjúklingastaðarins Suðurveri 

2. jún 2023

Bækurnar sem við höfum fjallað um

13. júl 2021

Vikumatseðill Berglindar

Berglind Guðmundsdóttir frá matarvefnum Gulur rauður grænn og salt var til viðtals þar sem hún gaf góð ráð við matarinnkaup og skipulag. 
Hún gerði samt gott betur því hún deildi jafnframt með okkur vikumatseðli sem er að finna á vef hennar hér. 
Innkaupalista Berglindar má nálgast hér.  

 

14. júl 2021

Smáskref til fjárhagslegs sjálfstæðis (Baby Steps Dave Ramsey)

7 smáskref til fjárhagslegs sjálfstæðis

 

Trausti Sigurbjörnsson var í viðtali við hjá okkur í Leitinni að peningunum.
Hann tók saman eftirfarandi samantekt úr smáskrefum (Baby steps) Dave Ramsey. 

Þrep 1 - Sparaðu 100.000kr í banka sem neyðarsjóð til að hafa í byrjun.
Í fyrsta skrefinu er markmiðið að spara 100.000 kr. eins hratt og þú mögulega getur.
Þessi neyðarsjóður er eingöngu til notkunar fyrir óvænt smá útgjöld, sem þú einfaldlega getur ekki séð fyrir, það er víst nóg af þeim.

Við viljum ekki grafa okkur ofan í dýpri holu heldur en við erum í og þurfa að slá dýr neyslulán.

  • Samkvæmt könnum Seðlabanka Bandaríkjanna geta 40% Bandaríkjamanna ekki greitt óvænt útgjöld sem eru hærri en $ 400 (50 þúsundir króna) án þess að taka lán.

40% af 382 milljónum Bandaríkjamanna er 131 milljón manns sem eru í þessari þröngu stöðu. 

Þrep 2 – Borgaðu upp allar skuldir nema húsið.
Búðu til fjárhagsáætlun fyrir heimilið, borgaðu þvínæst niður allar skuldir nema húsnæðislánið með snjóbolta aðferðinni.
Í öðru þrepi borgum við niður allar skamm- og langtímaskuldir að húsnæðisláninu undanskyldu.
Það er t.d.: bílalán, námslán, kreditkort, lán frá ömmu, raðgreiðslur o.s.frv.

Snjóboltaaðferðin
Við skráum niður skuldir okkar á skjal og röðum þeim upp frá lægstu skuldinni til þeirrar hæstu.
Ástæðan fyrir því er EKKI fjárhagsleg, heldur mannlegs eðlis. Við tölum um lán en þetta getur líka verið yfirdráttur eða eitthvað allt annað sem við skuldum. 

  • Það er gríðarlega mikilvægt að sjá fyrsta lánið greitt upp til að við sjáum árangur fljótt.  Þess vegna skulum við byrja á að borga niður lægsta lánið.
  • Ef við greiðum aukalega inn á lánið t.d. 10 þúsund kr. á mánuði þá tökum við þá upphæð og afborganir sem er t.d. 12 þúsund kr.
    Með þessu móti greiðum við samtals 22 þúsund á mánuði inn á lánið.
  • Þegar lán 1 er uppgreitt þá tökum við 22 þúsund kr. sem aukainnborgun í næsta lán (lán nr. 2) og greiðum þá upphæð aukalega inn á það lán ásamt afborgunum.
  • Svona höldum við áfram og innborganir okkar hækka rétt eins og snjóbolti sem rúllar niður brekku. Og við erum fljótlega búin að greiða upp öll okkar lán.

Þrep 3 – Söfnum upp vara- eða neyðarsjóð sem ætti að nema 3-6 mánuðum af útgjöldum.
Nú þegar við höfum borgað allar okkar smærri skuldir er tími til að undirbúa okkur fyrir allt það óvænta sem sem lífið getur fært okkur. Neyðarsjóðurinn ætti að vera sem nemur 3-6 mánaða útgjöldum.  Þrír mánuðir ættu að nægja fyrir þá sem eru í stöðugri og öruggri vinnu (fasta stöðu í góðu fyrirtæki) og sex mánuðir ættu að nægja fyrir þá sem eru með sveiflukennda innkomu (t.d. verktakar eða sjálfstæðir atvinnurekendur). Með slíkum neyðarsjóði komum við í veg fyrir að við förum að safna upp skuldum þegar (ekki ef) óvæntu áföllin í lífinu koma upp. 

Auka þrep 3b - Sparaðu upp í innborgun í íbúð
Ef þú átt ekki íbúð (ert á leigumarkaði eða býrð í öðru húsnæði) þá kemur inn lítið aukaþrep sem kallað er 3b.  Rannsóknir hafa sýnt að það er næstum undantekningalaust hagstæðara að kaupa húsnæði en að leigja. Þess vegna skaltu byrja að spara allann þann pening sem þú ert aflögufær um, til að nota sem útborgun í íbúð.

Þrep 4 – Byrjaðu að fjárfesta og auktu svo fjárfestingar til framtíðar.
Ertu ekki með séreignarsparnað?  Byrjaðu strax í dag. Við erum nokkuð vel tryggð gegnum okkar lífeyrissjóðskerfi en með séreignarsparnaði getum við tryggt að við höfum það ennþá betra þegar við hættum að vinna. Aðrar fjárfestingar geta svo fylgt í kjölfarið eftir því sem vitneskja okkar og færni eykst. 

Þrep 5 - Sparaðu fyrir framtíð barnanna þinna.
Opnaðu söfnunarreikning fyrir börnin þín og ræðið um fjárhagsleg markmið þeirra með sparnaðinum. Er þetta fyrir íbúð eða nám. Gerið samning við börnin um að þið borgið inn og hvetjið þau jafnframt til að setja inn 50% af öllum peningum sem þau vinna sér inn eða fá í gjöf.  Með þessu móti gerið þið börnin ykkar meðvituð um góða meðferð peninga sem á að geta nýst þeim ævina á enda.

Þrep 6 - Borgaðu upp hússnæðislánið þitt snemma
Ímyndaðu þér líf án skulda og hvernig þú getur nýtt tekjurnar í að fjárfesta, ferðast og sinna áhugamálum þínum. Athugaðu að hægt er að nýta séreignarsparnað til greiða inn á húsnæðislán þín.

Þrep 7 - Safnaðu auðæfum og gefðu
Fjárhagslegt sjálfstæði felur í sér frelsi og það opnar mörg tækifæri. Fjárhagslega sjálfstætt fólk getur þess vegna gert nánast allt það sem það vill. Síðasta þrepið er þess vegna einfalt. Nú áttu að geta lifað lífi sem fæstir geta en allir vilja. Haltu áfram að byggja upp auðæfi en vertu rausnarlegur þar sem þig langar til. Það eykur hamingju að gefa af sér tíma og fjármuni til góðra málefna.
Skyldu eftir þig arð til fjölskyldu sannfærður um að þau muni kunna að fara með vel með þá fjármuni.

 

2. jún 2023

Að kaupa fasteign

Fjárfesting í íbúðarhúsnæði er yfirleitt stærsta fjárfestingin sem einstaklingar ráðast í. Það er því stór ákvörðun að kaupa fasteign og ferlið við fasteignakaup getur verið flókið. Þeir sem íhuga fasteignakaup ættu því að gefa sér góðan tíma í undirbúning og gera raunhæfa áætlun um hvað húsnæðið má kosta.