
Viðbótarlífeyrissparnaður
Það er spennandi að byrja í nýrri vinnu hvort sem það er tímabundin sumarvinna eða vinna með skóla. Það gaman að kynnast nýju fólki, læra ný störf og taka þátt í atvinnulífinu eins og fullorðna fólkið. Það er líka góð tilhugsun að fá laun og ráða sínum eigin fjármálum.
- Hverju þarf að huga þegar ungt fólk ræður sig í sumarvinnu eða vinnu með skóla?
- Borgar sig að vera með viðbótarlífeyrissparnað?
- Á ungt fólk að nýta sér viðbótarlífeyrissparnað (séreignarsparnað) til að greiða inn á fyrstu íbúð?
Það er spennandi að byrja í nýrri vinnu hvort sem það er tímabundin sumarvinna eða vinna með skóla. Það gaman að kynnast nýju fólki, læra ný störf og taka þátt í atvinnulífinu eins og fullorðna fólkið. Það er líka góð tilhugsun að fá laun og ráða sínum eigin fjármálum.
- Hverju þarf að huga þegar ungt fólk ræður sig í sumarvinnu eða vinnu með skóla?
- Borgar sig að vera með viðbótarlífeyrissparnað?
- Á ungt fólk að nýta sér viðbótarlífeyrissparnað (séreignarsparnað) til að greiða inn á fyrstu íbúð?
Allir á aldrinum 16 til 70 ára sem vinna eru skyldugir að greiða í lífeyrissjóð samkvæmt lögum. Tilgangurinn með því er að safna upp réttindum til eftirlauna eftir að látið er af störfum til áfallalífeyris ef einstaklingar falla frá eða verða óvinnufærir vegna veikinda eða slyss. Ef enginn lífeyrissjóður kemur fram í kjarasamningi eða ráðningarsamningi geta einstaklingar valið hvaða lífeyrissjóð þeir greiða í. Þeir sem geta valið ættu að kynna sér hvaða réttindi lífeyrissjóðir veita og fá upplýsingar um rekstur og þjónustu. Mikilvægt er að skoða fleiri en einn lífeyrissjóð og taka upplýsta ákvörðun um hvaða lífeyrissjóð á að greiða í.
Um leið og einstaklingur byrjar í vinnu á hann/hún kost á að vera með viðbótarlífeyrissparnað.
Hér er mælt með því að allir nýti sér það.
Viðbótarlífeyrissparnaður
Einstaklingar geta greitt allt að 4% af launum í viðbótarlífeyrissparnað. Það sem gerir sparnaðinn sérstaklega hagkvæman er að mótframlag launagreiðanda, allt að 2% af launum, bætist við 2% eigið framlag launþega samkvæmt kjarasamningi eða ráðningarsamningi. Þetta þýðir:
- ef launþegi leggur fyrir 4% af launum er sparnaðurinn samtals 6%, launagreiðandi leggur fram þriðjung af sparnaðinum.
- ef launþegi leggur fyrir 2% af launum er sparnaðurinn samtals 4%, launagreiðandi leggur fram helming af sparnaðinum.
- þeir sem sleppa því að vera með viðbótarlífeyrissparnað eru því í raun að fá 2% lægri laun en ella.
Aðrir helstu kostir viðbótarlífeyrissparnaðar eru:
- Inneign er laus við 60 ára aldur og erfist við fráfall.
- Viðbótarlífeyrissparnaður er laus til úttektar ef eigandi verður óvinnufær vegna veikinda eða slysa.
- Ef einstaklingur verður gjaldþrota geta kröfuhafar ekki gengið að viðbótarlífeyrissparnaði.
- Viðbótarlífeyrissparnaður nýtur skattalegs hagræðis fram yfir annan sparnað. Mismunurinn felst í að á sparnaðartíma er ekki greiddur fjármagnstekjuskattur af vaxtatekjum eins og greitt er af öðrum sparnaði.
Viðbótarlífeyrissparnaður er lagður fyrir áður en skattar eru dregnir frá launum. Þegar sparnaðurinn er greiddur út greiðist hins vegar tekjuskattur af útborgunum eins og af launatekjum. Í raun er tekjuskattinum frestað þar til inneignin er tekin út en í sumum tilvikum lækkar tekjuskattur einnig. Það gerist ef einstaklingur á ónýttan persónuafslátt þegar inneign er tekin út eða ef jaðarskattar eru lægri við útborgun en þegar skattinum var frestað.
Fyrsta íbúð og séreign inn á lán
Einstaklingar sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð geta greitt viðbótarlífeyrissparnað að tilteknu hámarki, sem er lagður fyrir á samfelldu tíu ára tímabili eftir 1. júlí 2017, óskattlagðan inn á íbúð eða húsnæðislán.
Helstu atriði í lögum um stuðning við kaup á fyrstu íbúð eru:
- Hámarksfjárhæð á ári sem má leggja fyrir í þessum tilgangi er 500 þúsund krónur á einstakling eða 41.667 á mánuði. Fjárhæðin er tvöföld fyrir hjón.
- Til að fullnýta heimildina þarf einstaklingur að hafa laun upp á 694 þúsund krónur.
- Hámarkssparnaður er 4% af launum frá launþega og 2% frá launagreiðanda. Einstaklingur spari a.m.k. til jafns við framlag launagreiðanda.
- Skilyrði er að einstaklingur hafi ekki áður átt íbúð og að hann afli sér íbúðarhúsnæðis annað hvort einn eða í félagi við annan einstakling.
- Einstaklingur þarf að eiga a.m.k. 30% í íbúð.
Þegar kemur að því að nýta sér heimildina þarf að sækja um á vefsíðu ríkisskattstjóra.
Lög um stuðning við kaup á fyrstu fasteign má lesa hér.
Einstaklingar geta valið hvar þeir eru með viðbótarlífeyrissparnað. Kynnið ykkur ávöxtunarleiðir og umsjónarkostnað hjá fleiri en einum vörsluaðila lífeyrissparnaðar. Veljið svo ávöxtunarleið eftir sparnaðartíma og áhættuþoli.
Fjárhagslegt sjálfstæði
Að vera fjárhagslega sjálfstæð/ur er að stjórna eigin fjármálum, að eiga eignir og ráðstafa tekjum í útgjöld og sparnað að eigin vali. Það vilja allir vera fjárhagslega sjálfstæðir en það gerist ekki sjálfkrafa. Til þess þarf að gefa fjármálunum tíma, safna upplýsingum, greina og meta kosti í boði og leggja áherslu á að taka upplýstar ákvarðanir. Það er líka mikilvægt að grípa góð tækifæri eins og að vera með viðbótarlífeyrissparnað.