Fara í efni

Að lesa ársreikninga

Silja Dögg Ósvaldsdóttir er framkvæmdastjóri bókhaldsfyrirtækisins Fastlands sem sérhæfir sig í öllum hliðum fjármála fyrir atvinnurekstur. Fyrirtækið sinnir bókhaldsþjónustu og útbýr ársreikninga fyrir mörg hundruð fyrirtæki á hverju ári.
Í þessum þættir ræðum við:

  • Hvernig nálgast ég ársreikninga á netinu?
  • Hvað er ársreikningur?
  • Hvernig les maður úr ársreikningi?
  • Hvað segir ársreikningur manni um rekstur fyrirtækja?
  • Hver er munurinn á rekstrarreikningi og ársreikningi?
  • Hvaða tölur skipta mestu máli í ársreikningi?
  • Hvernig reiknar maður út hagnað fyrirtækja?
  • Hvað eru skuldir og eignir í ársreikningi?
  • Hvernig getur ársreikningur hjálpað mér að meta virði fyrirtækis?

Leitin að peningunum er framleidd af Umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu.