Allt sem þú vildir vita um skatta og fjárlög - Svanhildur Hólm Valsdóttir
Svanhildur Hólm Valsdóttir starfar í dag sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Hún starfaði í fjölda ára sem aðstoðarmaður fjármála- og forsætisráðherra. Einnig starfaði hún lengi í fjölmiðlum.
Hún ræðir hér um skatta, ríkisfjármál og af hverju við eigum að þekkja til þessara málaflokka og láta þá okkur varða. Auk þess ræðum við fjölmargt fleira:
- Uppeldi hennar úti á landi og ólíka starfsreynslu.
- Hvernig hún sjálf talar um peninga við sín börn?
- Hvað gera aðstoðarmenn ráðherra?
- Hvað eru fjárlög hvernig skiptast útgjöld ríkisins?
- Ólíka skatta ríkisins og sveitarfélaga.
- Af hverju maður eigi að skoða álagningarseðilinn sinn á hverju vori.
- Hvernig venjulegt fólk fer að því að setja þessar háu tölur, oft marga milljarða í samhengi og skilja umfang þeirra.
- Hvernig vaxtagjöld ríkisins hafa farið lækkandi og hvað það þýðir?
- Hvað Covid 19 kreppan kostar ríkissjóð á hverjum degi?
- Hvar er hægt að hagræða í rekstri ríkisins?
- Hvað Svanhildur myndi gera ef hún væri alráð í fjármálaráðuneytinu í einn dag?
- Hvort skattar séu of háir á Íslandi?
Svanhildur býr að mikilli reynslu og þekkingu á rekstri ríkisins og fer hér yfir skatta og útgjöld ríkisins í þessu áhugaverða viðtali.