Ef maður nær nógu mörgum litlum markmiðum þá nær maður á endanum stóra markmiðinu - Vilborg Arna Gissurardóttir
Vilborg Arna Gissurardóttir þarfnast ekki kynningar en þessi magnaða kona var fyrsta konan í heiminum til að afreka það að ganga ein á Suðurpólinn á skíðum og klífa 8000 metra tind ein.
Hún hefur sett sér skýr markmið í fjármálum sem og í leiðöngrum sínum og segir markmiðin eitt það mikilvægasta þegar kemur að árangri.